Aðalbjörg Ólafsdóttir

Friday, November 26, 2004

Wiki og Wikipedia

Wiki er tölvubúnaður sem gerir okkur kleift að búa til og breyta vefsíðum. Þar geta allir komið með sinn fróðleik, bætt við og breytt því sem aðrir skrifa.
Wikipedia http://en.wikipedia.org/wiki/Main_Page er alfræðiorðabók sem er alltaf í smíðum. Hún er til á ótal tungumálum, líka íslensku. Hér er slóðin http://is.wikipedia.org/wiki/Forsíða. Íslensku útgáfunni var ýtt af stokkunum þann 23. des. 2003 og eru núna 1641 grein aðgengileg í greinalistanum.
Auðvelt er að fletta upp í listanum þar sem efni er raðað upp eftir efnisflokkum.
Í sandkassanum er hægt að gera tilraunir ef maður er ragur við að byrja.
Kostirnir eu að ekki þarf að logga sig inn, uppsetning vefsins er einföld og allir sem áhuga hafa og búa yfir fróðleik sem þeir vilja miðla geta komið honum á framfæri á auðveldan hátt.
Ókostirnir tel ég helst vera þá að erfitt er að vita með vissu um áreiðanleika upplýsinganna sem þar er að finna, því óprúttnir skemmdarvargar geta auðveldlega breyta staðreyndum. Einnig er hætta á að greinar úreldist ef þær eru ekki uppfærðar reglulega.
Ég get vel séð fyrir mér að hægt verði að nota þetta í kennslu þar sem vefurinn er mjög aðgengilegur og einfaldur.