Aðalbjörg Ólafsdóttir

Wednesday, November 03, 2004

Örkennsluverkefni og heimapróf

Á föstudaginn tók Salvör upp örkennsluverkefnið mitt um origami. Við mættum nokkrar um morguninn og byrjuðu á að taka upp í tölvustofunni en fluttum okkur svo niður á "Studio bókasafn" þar sem umhverfið var miklu huggulegra. Ég lauk svo við verkefnið í tímanum á eftir og kom því inn á skilasíðuna mín með hjálp Salvarar.
Í dag kynnti svo Salvör fyrir okkur skjákennslu og forritið Macromedia captivate.
Í næstu viku á svo að vera heimapróf og síðan þarf að fara huga að lokaverkefninu á þessu námskeiði, er svolítið spennt fyrir Movie maker verkefni.
Bless í bili Aðalbjörg önnumkafna

0 Comments:

Post a Comment

<< Home