Aðalbjörg Ólafsdóttir

Tuesday, November 30, 2004

Lokaskil og gleðileg jól!

Þá er komið að lokum þessa námskeiðs. Við Kristjana vorum að ljúka við myndina okkar um söguslóðir í Grafarvogi í morgun og er hún nú komin inn á skilasíður okkar beggja. Einnig var ég að ljúka við tæknisöguna og kennslusíðu um kertagerð. Þannig að nú á allt að vera komið inn á skilasíðuna mín sem þar á að vera.
Þetta er búið að vera skemmtilegt námskeið og ég hef lært mikið þó það hafi á stundum verið ansi strembið. Ég þarf nú að æfa mig áfram til að halda kunnáttunni við og vera dugleg að prófa ný verkfæri.
Þakka ykkur fyrir samveruna og gleðileg jól.
Aðalbjörg

Friday, November 26, 2004

Wiki og Wikipedia

Wiki er tölvubúnaður sem gerir okkur kleift að búa til og breyta vefsíðum. Þar geta allir komið með sinn fróðleik, bætt við og breytt því sem aðrir skrifa.
Wikipedia http://en.wikipedia.org/wiki/Main_Page er alfræðiorðabók sem er alltaf í smíðum. Hún er til á ótal tungumálum, líka íslensku. Hér er slóðin http://is.wikipedia.org/wiki/Forsíða. Íslensku útgáfunni var ýtt af stokkunum þann 23. des. 2003 og eru núna 1641 grein aðgengileg í greinalistanum.
Auðvelt er að fletta upp í listanum þar sem efni er raðað upp eftir efnisflokkum.
Í sandkassanum er hægt að gera tilraunir ef maður er ragur við að byrja.
Kostirnir eu að ekki þarf að logga sig inn, uppsetning vefsins er einföld og allir sem áhuga hafa og búa yfir fróðleik sem þeir vilja miðla geta komið honum á framfæri á auðveldan hátt.
Ókostirnir tel ég helst vera þá að erfitt er að vita með vissu um áreiðanleika upplýsinganna sem þar er að finna, því óprúttnir skemmdarvargar geta auðveldlega breyta staðreyndum. Einnig er hætta á að greinar úreldist ef þær eru ekki uppfærðar reglulega.
Ég get vel séð fyrir mér að hægt verði að nota þetta í kennslu þar sem vefurinn er mjög aðgengilegur og einfaldur.

Wednesday, November 17, 2004

Á lokaspretti

Í gær fór Salvör yfir skilaverkefnin og útskýrði hvern lið. Einnig rifjaði hún upp með okkur HotPotatoes forritið þar sem einhverjir höfðu misst af því. Það var mjög gagnegt. Hún kenndi okkur einnig í FrontPage að setja ólitaða mynd í lit, með því að draga músina yfir myndina.
Þar sem ég ætla að halda upp á afmælisdaginn minn um helgina í Köpen og fara þaðan í nostalgíuferð til Lundar kem ég ekki í föstudagstímann.
Við Kristjana erum búnar að ákveða lokaverkefnið. Ætlum að búa til stuttmynd um söguslóðir í Grafarvogi.
Bless í bili Aðalbjörg

Tuesday, November 16, 2004

Það snjóar húrra!!

Nú er veturinn kominn og það á "Degi íslenskrar tungu".
Lauk við heimaprófið í síðustu viku. Það var virkilega gott að rifja upp glósur og fletta upp á hinum ýmsu vefsíðum þó prófið tæki nú lengri tíma en efni stóðu til.
Á föstudaginn kyntumst við nýjungum á FrontPage, Dynamic Web Template. Annars var tíminn vinnutími og notaði ég hann til þess að laga til á skilasíðunni minni og undirsíðum, bæta við hnöppum og fl.
Nú er hefur Salvör sent okkur lista yfir það efni sem á að vera búið að skila í lok mánaðarins. Ég held ég sé ágætlega stödd fyrir utan lokaverkefnið sem ég verð að fara að huga að.
Bless Aðalbjörg

Monday, November 08, 2004

P9090004.JPG


P9090004.JPG
Originally uploaded by Aðalbjörg.

Heimapróf

Nú vantar klukkuna fimm mínútur í sex og fréttir nálgast óðum. Þá verður ljóst hvort kennarar hafa fellt miðlunartillögu sáttasemjara.
Er að fara yfir heimasíðu námskeiðsins til að undirbúa mig fyrir heimaprófið. Veit ekki alveg hve djúpt ég á að kafa eftir öllum "krækjuleiðunum".
Aðalbjörg

Wednesday, November 03, 2004

Örkennsluverkefni og heimapróf

Á föstudaginn tók Salvör upp örkennsluverkefnið mitt um origami. Við mættum nokkrar um morguninn og byrjuðu á að taka upp í tölvustofunni en fluttum okkur svo niður á "Studio bókasafn" þar sem umhverfið var miklu huggulegra. Ég lauk svo við verkefnið í tímanum á eftir og kom því inn á skilasíðuna mín með hjálp Salvarar.
Í dag kynnti svo Salvör fyrir okkur skjákennslu og forritið Macromedia captivate.
Í næstu viku á svo að vera heimapróf og síðan þarf að fara huga að lokaverkefninu á þessu námskeiði, er svolítið spennt fyrir Movie maker verkefni.
Bless í bili Aðalbjörg önnumkafna