Aðalbjörg Ólafsdóttir

Wednesday, October 27, 2004

Tíminn æðir áfram

Ótrúlegt hvað þessi tími þýtur áfram, október næstum búinn og jólaskrautið komið í verslanir. Fyrir mína parta finnst mér það heldur fljótt. Verð bara stressuð og finnst ég þurfi að fara að baka eða eitthvað að jólastússast.
Salvör byrjaði í dag að taka upp örkennsluverkefnin. Ég var ekki alveg tilbúin með mitt verkefni, en nú er því lokið og vistað inn á USB-lyklinum mínum. Einnig náði ég að setja Movie maker myndina mína inn á vefsíðuna. Veit bara ekki alveg hvernig ég á að tengja hana inn á hnappana.
Syni mínum og bónda finnst ég eyða allt of miklum tíma í tölvunni og kvarta sáran yfir því að komast ekki í tölvuna. Ég sagði bara eitt ráð við því og það er að gefa mér ferðatölvu...
Kveðjur Aðalbjörg