Aðalbjörg Ólafsdóttir

Wednesday, October 27, 2004

Tíminn æðir áfram

Ótrúlegt hvað þessi tími þýtur áfram, október næstum búinn og jólaskrautið komið í verslanir. Fyrir mína parta finnst mér það heldur fljótt. Verð bara stressuð og finnst ég þurfi að fara að baka eða eitthvað að jólastússast.
Salvör byrjaði í dag að taka upp örkennsluverkefnin. Ég var ekki alveg tilbúin með mitt verkefni, en nú er því lokið og vistað inn á USB-lyklinum mínum. Einnig náði ég að setja Movie maker myndina mína inn á vefsíðuna. Veit bara ekki alveg hvernig ég á að tengja hana inn á hnappana.
Syni mínum og bónda finnst ég eyða allt of miklum tíma í tölvunni og kvarta sáran yfir því að komast ekki í tölvuna. Ég sagði bara eitt ráð við því og það er að gefa mér ferðatölvu...
Kveðjur Aðalbjörg

Wednesday, October 20, 2004

Miðvikudagurinn 20. okt.

Salvör kynnti í dag ný verkefni í stað skólaheimsóknanna. Getum við valið á milli þriggja verkefna og er ég að hugsa um að velja að gera 3. mín stuttmynd/kennslumynd þar sem blanda á saman ljósmyndum, videómyndum og hljóði.
Kynntumst einnig því hvernig á a gera gagnvirkt efni í forritinu Hot potatoes, sem er ókeypis á vefnum.
Aðalbjörg

Monday, October 18, 2004

Loksins

Nú er aðeins farið að rofa til í kollinum á mér. Nú er ég orðin eldklár á Moviemaker og búin að búa til 2 myndir. Aðra gerði ég í tilefni af fimmtugs afmæli vinkonu minnar og var hún sýnd í afmælishófi á Rex á föstudagskvöldið.
Salvör hafði aukatíma í Pront page á miðvikudaginn sem var mjög gott og hef ég verið að æfa mig hér heim. Enn vantar nú töluvert upp á kunnáttuna þar.
Á morgun er staðlota í framhaldsdeildinni svo ég hef ekki litið upp úr bókum alla helgina.
Kveðjur Aðalbjörg

Tuesday, October 12, 2004

6. og 8. okt.

Í síðust viku kynnti Salvör fyrir okkur næstu verkefni meðal annars hvernig á að gera stuttmynd í Microsoft Moviemaker. Á föstudaginn var verkefnatími þar sem við áttum að t.d. að búa ti skilasíðu í Front Page. Þetta var hálf vonlaus tími því undirrituð kann ekkert í vefsíðugerð. Salvör ætlar sem betur fer að hafa aukatíma fyrir okkur sem höfum ekki þennan grunn n.k. miðvikudag.

Kveðja Aðalbjörg :)

Monday, October 04, 2004

Animation

Siðast liðinn föstudag lærðum við að búa til einfaldar hreyfimyndir eða animation í Fireworks. Það var bráðskemmtilegt og gefur ótal möguleika. Þar sem ég er með myndvinnsluforitið Photo Shop þarf ég að kynna mér hvort hægt sé að nota það á sama hátt.
Bless Aðalbjörg