Aðalbjörg Ólafsdóttir

Thursday, September 23, 2004

Vefleiðangur

Uppkast af vefleiðangri
fyrir nemendur í 9.bekk

Íslenskir fuglar
eftir
Aðalbjörgu Ólafsdóttur


Kynning-Verkefni-Bjargir-Ferill-Mat-Niðurstöður


Kynning
Vitið þið að Ísland er paradís fyrir fuglaskoðara. Á Íslandi eru um 270 fuglategundir og árlega koma margir erlendir ferðamenn hingað til lands einungis til að skoða fuglana okkar. Þeir eru spenntastir fyrir íslenska fálkanum, lunda og óðinshana. Hvaða fugla þekkið þið?

Verkefni
Verkefnið er fólgið í því að gera vefsíður um tíu algenga íslenska fugla fyrir íslenska jafnaldra ykkar. Þið eigið að velja fugla úr hverjum flokki, lýsa aðaleinkennum fugla, hvað einkennir tegundina, lýsa lífsferli, hátterni og kjörlendi. Skoða myndir af fuglum, bæði í ljósmyndum og listaverkum og athuga sögur, ævintýri og ljóð um fugla.

Bjargir:
Mikinn og góðan fróðleik um einstaka fugla er að finna á Íslandsvefnum
http://www.islandsvefur.is
Vísindavefur Háskólans er
http://www.visindavefur.is
Vefur Námsgagnastofnunar um fugla er
http://www.namsgagnastofnun.is/lifsfer/fugl1.html
Björn Björnsson ljósmyndari tók mikið af fuglamyndum
http://www.bjornbjornsson.net
Vefur Náttúrufræðistofnunar Íslands er http://www.ni.is
Fuglar Veiðistjórnun Fagmál- http://www.ust.is
Einnig er til mikið af fuglabókum á hverju bókasafni.
Athugið einnig ljóða- og söngbækur.

Ferill
1. Fyrst er að skipta bekknum í fimm hópa. Hópastærð fer eftir bekkjarstærð.
Hver hópur fjallar um einn flokk fugla og velur tvo fugla úr flokknum. Flokkarnir eru eftirfarandi: Vatnafuglar-Vaðfuglar-Sjófuglar-Spörfuglar-Ránfuglar.
2. Innan hópsins skuluð þið skipta með ykkur verkum. Einn skoðar sameiginleg einkenni allra fugla, tveir skoða einkenni fuglanna tveggja, einn skoðar myndir af fuglunum, bæði ljósmyndir og fugla í listaverkum og einn athugar hvort einhverjar sögur, ævintýri og ljóð eru tengdar fuglunum sem þið völduð.
3. Skoðið nú krækjurnar og annað efni á veraldarvefnum og bókasafni. Munið að taka niður glósur um leið og þið sjáið eitthvað áhugavert og umfram allt fallegar myndir af fuglunum.
4. Safnið saman því efni sem þið hafið valið, skrifið texta og veljið sögur, ljóð, myndir og kort.
5. Hver hópur verður að hjálpast að við að hanna útlit vefsíðanna og setja efnið sem þið hafið valið inn á þær.

Hafið þessar spurninar í huga:
1.Eru fuglarnir staðfuglar eða farfuglar?
2.Ef þeir eru farfuglar hvar dveljast þeir þá yfir veturinn?
3.Eru fuglarnir veiddir til matar'
4.Eru fuglarnir á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands?
5.Hvers vegna fara fuglar á válista?
6.Getið þið fundið einhvejar tölur um stofnstærðir, þ.e.s. fjölda fugla í stofni?
7.Hvar á landinu eru fuglarnir ykkar algengastir'
8.Á hverju lifa fuglarnir.
9.Hvað koma fuglarnir að meðaltali upp mörgum ungum árlega.
10. Skoðið endilega Vísindavef Háskóla Íslands. Ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar getið þið alltaf sent þeim fyrispurn.

Mat
Verkefnið verur metið eftir:
a)Virkni í hópnum og samvinnu.
b)Útliti vefsíðanna, hvort þær eu skemmtilega og fallega uppsettar með aðgengilegum og áreiðanlegum upplýsingum.

Niðurstaða
Það er margt sem við vitum ekki um fuglana sem við sjáum kannski daglega í garðinum okkar, þessa litlu gesti sem gleðja okkur með söng og dirrindíi. Þegar erlendir ferðamen gera sér ferð alla leið til Íslands til að skoða þá, þá er skemmtilegra fyrir okkur sem búum hér að allavega þekkja þá algengustu.

Wednesday, September 22, 2004

Vefrallý

Hé kemur þá uppkast mitt af vefrallý.

Vefrallý um barnavefinn
http://barnung.khi.is/barn/
Einstaklingsverkefni fyrir
nemendur í 3-4.bekk

Höfundur Aðalbjörg Ólafsdóttir

Finnst þér skemmtilegt að lesa?
Veistu að það er til heill vefur um barna- og unglingabókmenntir þar sem þú getur fræðst um allt er varðar bækur? Þú getur farið inn á heimasíður uppáhalds söguhetjunnar þinnar, lesið gagnrýni um bækur, skráð þig inn sem Bókaorm og margt fleira skemmtilegt. Nú ætlar þú að kynnast þessum vef með því að taka þátt í spurningakeppni.
Taktu tímann á því hversu lengu þú ert að vinna verkefnið, þú ert nenilega að keppa við hina krakkana í bekknum. Svörin áttu að skrifa inn á word-skjal og senda kennara,hann gefur þér upp netfang sitt.

Hér koma þá spurningarnar.
1. Fyrir hverja er þessi vefur?
2. Hvað þarftu að gera til að verða Bókaormur?
3. Hvar finnur þú upplýsingar um Harry Potter (vefslóð)?
4. Hvaða dýr flögrar inn á skjáinn þegar þú opnar vefsíðuna um Harry Potter?
5. Hvar finnur þú uppskriftina að ávaxtasalatinu hans Snabba.
6. Finndu einn leik sem þú vildir gjarnan leika (spila) og lýstu honum.
7. Hvað heitir sjöttta ævintýrirð um Benidikt Búálf?
8. Hvað heitir Einar Áskell á sænsku?
9. Eftir hvern er ævintýrið um Augastein?
10. Hvaða eiginleika hefur Pókemoninn Pikachu og hve stór er hann?
11. Í hvaða bókum finnur þú sögur af Sæmundi fróða?
12. Hvaða álfasögu fannstu undir klettinum hennar Elvu Rúnar?
13. Finndu tvær íslenskar kvikmyndir sem eru gerðar eftir íslenskum barnabókum.
14. Hvar finnur þú um flokkun barnabóka?
15. Að lokum skaltu skrá þig inn í gestabók krakka og skrifa nokkur orð um barnavefinn Barnung.

Gangi þér vel.


Þetta er búið að taka ansi marga klukkutíma. Ég var búin ákveða að búa til vefleiðangur um H.C.Andersen, en þegar ég fór að leita að upplýsingum á vefnum finn ég þá ekki bara vefleiðangur á dönsku eftir tvær dömur á Akureyri. Ekki nóg með það heldur var útfærslan nokkurn veginn eins og ég hafði hugsað mér. Ekki veit ég hvort mér vinnst tími til að gera eitthvað af viti fyrir föstudaginn í vefleiðangursmálum.

Góða nótt Aðalbjörg

Tuesday, September 21, 2004

Myndmál-myndamál

Reyndi að setja myndir inn á bloggsíðuna mína en það gekk ekki......
Er hálf stressuð yfir því hve illa mér gengur að tileinka mér þessa nýju tækni.

Aðalbjörg:-(

Monday, September 20, 2004

Vefleiðangur og vefrallý

Þá er helgin liðin og rúmlega það. Meira hvað þessar helgar eru alltaf fljótar að líða.
Á föstudaginn kynntumst við því hvernig á að búa til vefleiðangra og vefrallý.
Vefrallý er þegar kennari útbýr spurningar/verkefni og sendir nemendur í upplýsingaleit á netinu.
Vefleiðangur er síðan vinna með þær upplýsingar sem hafa safnast. Ef ég hef skilið þetta rétt. Þar sem hið frábæra danska skáld H. C. Andersen á 200 ára fæðingarafmæli á næsta ári hef ég hugsað mér að það gæti verið skemmtilegt að gera vefleiðangur um hann.

Kveðja Aðalbjörg

Thursday, September 16, 2004

Fréttaveitur

Hef nú skráð mig inn á Bloglines.com en komst ekki mikið lengra. Möguleikarnir að skrá sig inn á hinar ýmsu fréttaveitur eru mjög spennandi, en ég þar miklu meiri tíma til að kynna mér hvað boðið er uppá. kann heldur ekki að líma slóðirnar in á bloggsíðuna mína.Verð að reyna að ná þessu í rólegheitunum.

Kveðja Aðalbjörg

Wednesday, September 15, 2004

Síðdegis þann fimmtánda

Þá er ég komin heim eftir langan og skemmtilegan dag í KHí. Komst loksins inn á bloggsíðuna mína í morgun með hjálp Salvarar. Lærðum hverning á að tengjast fréttaveitum inn á Bloglines.com. Stefni að því að skrá mig þar og tengjast einhverju skemmtilegu.
Restinni af deginum eyddi ég síðan hjá Guðrúnu Kristinsdóttur á námskeiði í Barnavernd. Þar var mörgum áleitnum spurningum velt upp hvað varðar framfylgni barnaverndarlaga hér á landi.
Stormviðvörun í kvöld og nótt svo ég, samkvæmt tilmælum frá Veðurstofunni, ætla út í garð og taka inn garðhúsgögnin og blómapotta.

Kveð að sinni, ef ég fýk ekki með blómapott í hendi út á Faxaflóa.
Aðalbjörg

Fréttaveitur

Sit hér í tíma hjá Salvöru, loksins komin inn á bloggið.
Hef verið að læra um fréttastrauma og fréttalesara. Fórum inn á Bloglines.com